Arnar hringdi í gegnum gervihnött áðan, þau eru stödd í fjallaþorpi sem heitir nafni sem hljómar eins og "Káka" og er í 4800 metra hæð. Þau eru búin að vera að rölta á milli tehúsa og hafa það almennt gott og eru spræk.
Í gær gengu þau á 5400 metra hátt fjall, sem Arnar sagði þó bara vera hálfgerðan hól þarna í þessu umhverfi, en þau fengu gott útsýni yfir á Everest. Á morgun stefna þau á að ganga áfram og fara þá gamla verslunarleið og m.a. yfir eitt fjallaskarð
Kv. Kári
sunnudagur, 9. nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Um að gera að slá á Spot-slóðina hér frá 6.nov og sjá hvernig skóför þeirra færast þarna aðeins til. Kv. sá
Berglind hringdi heim í dag. Allt gengur samkvæmt áætlun og allir hressir. Í nótt gista þau í munkaklaustri í litlu fjallaþorpi í ca. 4ooo metra hæð. Á morgun halda þau áleiðis að fjallinu Kyajo Ri.
Kær kveðja, Auður og Aðalsteinn
Skrifa ummæli