sunnudagur, 16. nóvember 2008
Kyajo Ri
Hópurinn er búinn að vera síðustu þrjá daga á fjallinu Kyajo Ri (6186 m - góðar upplýsingar hér)
Í dag gerðu þau síðan tilraun til að komast á tindinn en urðu frá að hverfa þar sem var komið brjálað veður. Þegar þau hringdu voru allir komnir í Camp 2 og verið að fara að huga að eldamennsku, Eiríkur sagðist sakna kokksins úr Shivling-leiðangrinum gríðarlega. Þau sögðust hafa það alveg ágætt í búðunum þrátt fyrir veðrið og allir væru heilir og sprækir.
Mér heyrðist ekki stefnt á að gera aðra tilraun við tindinn heldur lækka sig alla leið úr Camp 2 og niður til þorpsins Namche Bazar á morgun, sem er tölverð ganga með þunga bakpoka - Eiríkur viritst líka sakna burðarmannanna úr Shivling-leiðangrinum. Á föstudaginn ætla þau svo að vera komin til Kathmandu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
leiðinlegt að heyra að hópurinn hafi þurft að snúa við. Eflaust mikill lærdómur sem þið hafið gengið í gegnum í þessum baráttum ykkar við fjöllin og veðrið.
Njótið síðustu dagana í þessu magnaða ferðalagi. Hugsa mikið til ykkar og væri óendanlega mikið til í að vera með:)
Skrifa ummæli