fimmtudagur, 27. nóvember 2008

Allir komnir heim.....

Nú eru allir komnir heim á klakann eftir frábæra ferð. Shivlingfarar vilja þakka styrktaraðilum leiðangursins fyrir veittan stuðning. Cintamani fatnaðurinn reyndist mjög vel við erfiðar vetrar aðstæður í Himalayafjöllunum. Þökkum Landsbjörg fyrir lán á gervihnattasíma og Símanum fyrir að bera kostnað af símreikningi. "Spot" græjan sem átti ekki að virka í Nepal og Indlandi svínvirkaði! Þökkum Skúla enn og aftur fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og Póstinum fyrir veittan styrk. Útilíf, Lyfjaval, Intrum justitia, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Vífilfell, Hvammur-fasteignasala, Christa og Fold-Anna fá kærar þakkir fyrir veitta afslætti og styrki.

Engin ummæli: