Jæja tha erum vid (Berglind, Arnar, Eiki og Margrét) komin til Kathmandu en Gunni og Kári eru sennilega ad skríða a fætur i Reykjavíkurborg og planið hja þeim var ad keyra norður i dag. Við erum mjög fegin ad þurfa ekki ad vita af efnahagsmalum a Islandi alveg strax og erum að skipuleggja næstu vikur sem vid ætlum ad eyda a Everest svædinu :)
3. nóv. fljúgum vid með Twin Otter til Lukla (2840m) og byrjum að ganga e-ð áleiðis til Namche Bazar. Naestu 10 daga er svo planið ad ganga upp til Gokyo, fara yfir Renjo La skardid og niður Thame dalinn.
Það er viss léttir að vera laus frá geðveikinni í Delhi og Agra og vera komin í öðruvísi og minni geðveiki. Sem sagt allt fremur afslappaðara hér, loftslagið allt annað og ekki sama ruslið og skrýtna lyktin á götunum. Hér er líka heldur færra fólk á fermeterinn sem er ágætt. Erum farin að sjá aftur í sól og bláan himin en það var svo mikill mistur og mengunarský yfir Delhi að skyggni var mjög lítið! Ferðin til Agra og Taj Mahal áður en við komum hingað var heilmikið ævintýri :) Fórum í nokkur Hindu hof sem voru mis skrautleg, ýmist gullstyttur í búri eða fólk eða einhvers skonar munkar sem reyndu að hafa af okkur peninga og buðu okkur að fá meiri blessun eftir því sem við vorum tilbúin að borga meira!! ;) Alveg snarklikkað! Umferðin var alveg einstök upplifun líka. Það var mjög gaman að sjá Taj Mahal, rosalega flott mannvirki. Svo fengum við sightseen í marmaraverksmiðju, gimsteinaverslun og teppaframleiðslu, fínt að sjá hvernig þeir gera þetta Indverjarnir en það reyndist stundum erfitt að fá að fara út án þess að borga-eða kaupakaupakaupa!! Við erum sem betur fer ekki svo veikgeðja og létum ekki gabba okkur!!!
laugardagur, 1. nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli