fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Allir komnir heim.....
Nú eru allir komnir heim á klakann eftir frábæra ferð. Shivlingfarar vilja þakka styrktaraðilum leiðangursins fyrir veittan stuðning. Cintamani fatnaðurinn reyndist mjög vel við erfiðar vetrar aðstæður í Himalayafjöllunum. Þökkum Landsbjörg fyrir lán á gervihnattasíma og Símanum fyrir að bera kostnað af símreikningi. "Spot" græjan sem átti ekki að virka í Nepal og Indlandi svínvirkaði! Þökkum Skúla enn og aftur fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og Póstinum fyrir veittan styrk. Útilíf, Lyfjaval, Intrum justitia, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Vífilfell, Hvammur-fasteignasala, Christa og Fold-Anna fá kærar þakkir fyrir veitta afslætti og styrki.
Nokkrar myndir frá Nepal
sunnudagur, 16. nóvember 2008
Kyajo Ri
Hópurinn er búinn að vera síðustu þrjá daga á fjallinu Kyajo Ri (6186 m - góðar upplýsingar hér)
Í dag gerðu þau síðan tilraun til að komast á tindinn en urðu frá að hverfa þar sem var komið brjálað veður. Þegar þau hringdu voru allir komnir í Camp 2 og verið að fara að huga að eldamennsku, Eiríkur sagðist sakna kokksins úr Shivling-leiðangrinum gríðarlega. Þau sögðust hafa það alveg ágætt í búðunum þrátt fyrir veðrið og allir væru heilir og sprækir.
Mér heyrðist ekki stefnt á að gera aðra tilraun við tindinn heldur lækka sig alla leið úr Camp 2 og niður til þorpsins Namche Bazar á morgun, sem er tölverð ganga með þunga bakpoka - Eiríkur viritst líka sakna burðarmannanna úr Shivling-leiðangrinum. Á föstudaginn ætla þau svo að vera komin til Kathmandu.
fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Spot - kort
Tölvusérfræðingar leiðangursins hafa græjað síðu þar sem hægt er að fylgjast með öllum hreyfingum Nepal-gengisins.
Með því að smella á
http://share.findmespot.com/shared/faces/viewspots.jsp?glId=0c9ducnyxLAnzOqKgmOglO4Bp99rVeEA1
er hægt að sjá hvar leið þeirra hefur legið, og hvenær þau voru á hverjum stað. Spot-ið er greinilega að þrælvirka þarna í Nepal
Hópurinn er aðeins í um 20 km vestan við Mt. Everest - sjá þetta kort úr Google maps...
Með því að smella á
http://share.findmespot.com/shared/faces/viewspots.jsp?glId=0c9ducnyxLAnzOqKgmOglO4Bp99rVeEA1
er hægt að sjá hvar leið þeirra hefur legið, og hvenær þau voru á hverjum stað. Spot-ið er greinilega að þrælvirka þarna í Nepal
Hópurinn er aðeins í um 20 km vestan við Mt. Everest - sjá þetta kort úr Google maps...
sunnudagur, 9. nóvember 2008
Símtal frá Nepal
Arnar hringdi í gegnum gervihnött áðan, þau eru stödd í fjallaþorpi sem heitir nafni sem hljómar eins og "Káka" og er í 4800 metra hæð. Þau eru búin að vera að rölta á milli tehúsa og hafa það almennt gott og eru spræk.
Í gær gengu þau á 5400 metra hátt fjall, sem Arnar sagði þó bara vera hálfgerðan hól þarna í þessu umhverfi, en þau fengu gott útsýni yfir á Everest. Á morgun stefna þau á að ganga áfram og fara þá gamla verslunarleið og m.a. yfir eitt fjallaskarð
Kv. Kári
Í gær gengu þau á 5400 metra hátt fjall, sem Arnar sagði þó bara vera hálfgerðan hól þarna í þessu umhverfi, en þau fengu gott útsýni yfir á Everest. Á morgun stefna þau á að ganga áfram og fara þá gamla verslunarleið og m.a. yfir eitt fjallaskarð
Kv. Kári
fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Spot "hefur auga með öllu"
Smá innlegg í sambandi við staðsettningu þeirra með aðstoð Spot í þessari frábæru ferð. Það hafa verið að koma OK boð á Spot og ég set þau hér inn.
http://share.findmespot.com/shared/faces/viewspots.jsp?glId=0c9ducnyxLAnzOqKgmOglO4Bp99rVeEA1
Hér er hægt að slá á merkið og sjá t.d. dag og tíma. Og velja t.d. Satellite til að fá allt landslagið með.
http://share.findmespot.com/shared/faces/viewspots.jsp?glId=0c9ducnyxLAnzOqKgmOglO4Bp99rVeEA1
Hér er hægt að slá á merkið og sjá t.d. dag og tíma. Og velja t.d. Satellite til að fá allt landslagið með.
þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Namche Bazar
Erum komin til Namche Bazar eftir 2 daga gongu fra Lukla. Allir hressir og spraekir. Flugid til Lukla gekk vel, Arnar sat fremst og fylgdist med hvernig a ad lenda Twin Otter a flugbraut sem hallar upp i moti (50 m haerri i annan endann heldur en hinn).
Maturinn i Nepal er finn, Eiki er ordinn graenmetisaeta og reynir ad panta paneer tikka masala hvar sem hann getur (ostur og graenmeti i indverskri sosu) svo pantadi hann ser graenmetislasagne sidasta kvoldid i kathmandu!
Maturinn i Nepal er finn, Eiki er ordinn graenmetisaeta og reynir ad panta paneer tikka masala hvar sem hann getur (ostur og graenmeti i indverskri sosu) svo pantadi hann ser graenmetislasagne sidasta kvoldid i kathmandu!
laugardagur, 1. nóvember 2008
Nepal-Reykjavík!
Jæja tha erum vid (Berglind, Arnar, Eiki og Margrét) komin til Kathmandu en Gunni og Kári eru sennilega ad skríða a fætur i Reykjavíkurborg og planið hja þeim var ad keyra norður i dag. Við erum mjög fegin ad þurfa ekki ad vita af efnahagsmalum a Islandi alveg strax og erum að skipuleggja næstu vikur sem vid ætlum ad eyda a Everest svædinu :)
3. nóv. fljúgum vid með Twin Otter til Lukla (2840m) og byrjum að ganga e-ð áleiðis til Namche Bazar. Naestu 10 daga er svo planið ad ganga upp til Gokyo, fara yfir Renjo La skardid og niður Thame dalinn.
Það er viss léttir að vera laus frá geðveikinni í Delhi og Agra og vera komin í öðruvísi og minni geðveiki. Sem sagt allt fremur afslappaðara hér, loftslagið allt annað og ekki sama ruslið og skrýtna lyktin á götunum. Hér er líka heldur færra fólk á fermeterinn sem er ágætt. Erum farin að sjá aftur í sól og bláan himin en það var svo mikill mistur og mengunarský yfir Delhi að skyggni var mjög lítið! Ferðin til Agra og Taj Mahal áður en við komum hingað var heilmikið ævintýri :) Fórum í nokkur Hindu hof sem voru mis skrautleg, ýmist gullstyttur í búri eða fólk eða einhvers skonar munkar sem reyndu að hafa af okkur peninga og buðu okkur að fá meiri blessun eftir því sem við vorum tilbúin að borga meira!! ;) Alveg snarklikkað! Umferðin var alveg einstök upplifun líka. Það var mjög gaman að sjá Taj Mahal, rosalega flott mannvirki. Svo fengum við sightseen í marmaraverksmiðju, gimsteinaverslun og teppaframleiðslu, fínt að sjá hvernig þeir gera þetta Indverjarnir en það reyndist stundum erfitt að fá að fara út án þess að borga-eða kaupakaupakaupa!! Við erum sem betur fer ekki svo veikgeðja og létum ekki gabba okkur!!!
3. nóv. fljúgum vid með Twin Otter til Lukla (2840m) og byrjum að ganga e-ð áleiðis til Namche Bazar. Naestu 10 daga er svo planið ad ganga upp til Gokyo, fara yfir Renjo La skardid og niður Thame dalinn.
Það er viss léttir að vera laus frá geðveikinni í Delhi og Agra og vera komin í öðruvísi og minni geðveiki. Sem sagt allt fremur afslappaðara hér, loftslagið allt annað og ekki sama ruslið og skrýtna lyktin á götunum. Hér er líka heldur færra fólk á fermeterinn sem er ágætt. Erum farin að sjá aftur í sól og bláan himin en það var svo mikill mistur og mengunarský yfir Delhi að skyggni var mjög lítið! Ferðin til Agra og Taj Mahal áður en við komum hingað var heilmikið ævintýri :) Fórum í nokkur Hindu hof sem voru mis skrautleg, ýmist gullstyttur í búri eða fólk eða einhvers skonar munkar sem reyndu að hafa af okkur peninga og buðu okkur að fá meiri blessun eftir því sem við vorum tilbúin að borga meira!! ;) Alveg snarklikkað! Umferðin var alveg einstök upplifun líka. Það var mjög gaman að sjá Taj Mahal, rosalega flott mannvirki. Svo fengum við sightseen í marmaraverksmiðju, gimsteinaverslun og teppaframleiðslu, fínt að sjá hvernig þeir gera þetta Indverjarnir en það reyndist stundum erfitt að fá að fara út án þess að borga-eða kaupakaupakaupa!! Við erum sem betur fer ekki svo veikgeðja og létum ekki gabba okkur!!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)