Búið er að gera nokkrar tilraunir við ísfallið en það er ófært. Eftir fundarhöld síðdegis í gær var niðurstaðan að halda niður. Það er ísfallið, veður, snjór og tímamörk sem ráða þessari ákvörðun. Þau voru í búðum 3 (6120m) í nótt og haldið var niður í morgunn. Síðustu dagar hafa verið erfiðir og vonandi gengur vel að komast niður. Þau eru bara kát og ánægð með þessa frábæru ferð.
Mynd af ísfallinu er frá öðrum leiðangri.
16 ummæli:
jæja, miðað við myndina hefði maður átt í fullu fangi með þetta dæmi í 10 m hæð, hvað þá þarna uppi... Passið ykkur bara á leiðinni niður. Góð ákvörðun, ég heimta blogg um leið og þið komist í eitthvað sem líkist siðmenningu!
Kv.
Helgi
Glæsilegur árangur! Munið, að það er ferðalagið sem skiptir máli, ekki áfangastaðurinn! Bara það að juðast þetta langt er snilld! Núna getið þið komið heim og farið aftur í bjórinn! Ég blæði!!
Hei, þið eruð búin að standa ykkur vel. Hlakka til að hittta ykkur!
kveðja
Margrét
semverðuráindlandieftiráttadaga
sammála þér mummi!
já og verðum við ekki að halda velkomin heim teiti fyrir liðið?
Leiðinlegt að ná ekki toppnum (í þetta skipti) en það á ekki að taka neina sénsa í þessari hæð. Gott að allir eru kátir og ánægðir með ferðina. Hlakka til að sjá myndir.
Kv.
Halli frændi
Greinilega mikið afrek og lífsreynsla þótt hæsta tindi væri ekki náð. Ókleifur hamar verður ekki klifinn og gott að skynsamleg ákvörðun var tekin.
Bestu kveðjur og gangi ykkur vel til baka.
sigr.stef.
Góða ferð heim.
Kv.
Magnús Og Gunnar
Kíkið á eitthvað freakshow fyrir okkur á heimleiðinni og munið eftir að taka myndir.
Til hamingju með leiðangurinn og góða ferð niður. Hlakka til að fá ítarlegri ferðasögu.
Frábær árangur! Eins og máltækið segir;" It is better to be save than sorry!!"
Kær kveðja frá Danaveldi
María og Finnur :)
Gaman að fylgjast með ykkur. Gott að vita að þið munuð koma í heilu lagi heim en að sjálfsögðu fylgjust við áfram með blogginu og fjallabralli ykkar í Asíu.
Gangi ykkur vel.
Ólga úr Skíðadal
Til lukku með frábæran árangur. Gangi ykkur sem allra best á niðurleið. Hlakka til að heyra ferðasöguna og sjá myndir.
Kv. Óskar frændi
Flottur árangur hjá ykkur.
Kv. Bragi Thor.
Leitt að heyra þetta, en þið hafið engu að síður staðið ykkur frábærlega. Þó svo að tindurinn hafi ekki verið sigraður í þetta sinn er þetta eflaust ógleymanlegt ævintýri, njótið þess bara áfram til fullnustu!
Góða ferð niður og svo heim á leið :)
Kv. Arna
By the way... þið eruð á topp 5 yfir "helst í fréttum" á mbl.is í dag :D Nojjjnojjjnojjj... :D
Arna
Ég dáist af því hjá ykkur að hafa farið af stað með háleit markmið.
En það er enþá betra að sýna þá skynsemi að snúa við þegar fjallið mótmælir uppgönguni. það er alls ekki auðvelt í þessari hæð eftir langt og erfit ferðalag, hvað þá þegar viljinn er allur annar, það þekkja þeir sem hafa prófað álíka aðstæður.
Munið bara að 70% slysa í fjallamensku á sér stað á heimleið, svo farið öllu með gát á leiðinni niður.
Kveðja frá Grænlandi
Símon.
Það erfið ákvörðun að hætta og snúa við en það er enginn i betri aðstöðu en þið til að meta aðstæður.
Flott fjall og vonandi góður og lærdómsríkur leiðangur.
Góða ferð heim!
Leo
Skrifa ummæli