sunnudagur, 19. október 2008

Komið kvöld í búðum 3


Arnar og Berglind eru kominn í búðir 3 ( 6120m). Hópurinn fór að ísveggnum í dag og hafa verið gerðar tilraunir til að komast þar upp en ekki tekist. Nú er komið kvöld hjá þeim og verið að fara að sofa. Veður hefur ekki verið gott en það er stundum þannig þegar komið er hátt upp. Þetta eru snillingar...og senda bestu kveðjur hingað á láglendið. Toppfréttir verða á morgunn.

Myndin frá búðum3 hér til hliðar er frá öðrun leiðangri.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt! Við bíðum spennt eftir Toppfréttum á morgun :)

Kveðja frá hinni flötu Danmörku
María og Finnur.

Nafnlaus sagði...

Flottur árangur hjá ykkur, gangi ykkur massavel með það sem eftir er!

Kveðja Rafn og Hjördís

Erna Erlingsdóttir sagði...

Gangi ykkur vel!

Nafnlaus sagði...

Koma svoooooo!!!!!! PS. Skúli, það var verið að auglýsa eftir fréttasnápum hjá Fréttablaðinu! Þú ert maðurinn í djobbið!

Nafnlaus sagði...

Þetta er glæsilegur leiðangur.Útrásarvíkingar að mínu skapi.

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt!! Gangi ykkur rosalega vel með framhaldið og farið varlega sem ég veit þið gerið!
Bestu kveðjur, Sædís.

Lára sagði...

Nú er þetta orðið verulega spennandi! Bestu kveðjur á toppinn (það verða eflaust sagðar svaðalegar ferðasögur þegar heim er komið!)

Nafnlaus sagði...

Gaman að fylgjast með ykkur. Gangi ykkur vel á toppinn ;o)
Kær kveðja, Svava Margrét

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur vel

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur öllum vel takið enga sénsa.
Kv.
Halli frændi

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur vel

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur vel og farið varlega!

Kv,
Steppo