Daginn gott folk!
Bestu kvedjur fra Haridwar a Indlandi, takk kaerlega fyrir ad fylgjast med sidunni og fyrir allar kvedjurnar. Skuli! Takka ther kaerlega fyrir allt sem thu hefur gert, baedi her a sidunni og annarsstadar, alveg hreint magnadir hlutir!
Vid erum semsagt komin aftur nidur a laglendid, taepum 6000 metrum nedar en thar sem vid gistum i camp 3 fyrir nokkrum nottum sidan (skv fraedunum er hitamismunur i thessari head um 40 gradur...) Vid erum semsagt oll vid hestaheilsu, oslosud, ekkert kalin en orlitid solbrunnin.
Vid eyddum rumum tveimur vikum a fjallinu sjalfu, fyrstu dagana sem vid gerdum ut fra Base Camp lek vedrid vid okkur og adstaedur voru allar hinar bestu. Thegar vid forum ad fikra okkur ofar a fjallid for hins vegar ad snjoa og var vesturhryggurinn i vetraradstaedum. Vid hofdum vonast til ad hryggurinn yrdi hreinn en thetta og verra vedur tafdi klifursherpana okkar i ad opna upp i efri budir, t.e. fixa linur og fara med bunad upp.
Thegar vid ferdum okkur ur Base Camp og hofum atloguna upp Vesturhrygginn helt afram ad baeta i snjoinn og nu voru farin ad falla snjoflod reglulega nidur hlidar Shivling og fjallanna i kring. Vid vorum tho orugg a hryggnum sjalfum og vid vonudum ad adstaedurnar myndu throast okkur i hag. Thad gerdist thvi midur ekki, afram helt ad baeta i snjoinn og einnig for ad baeta i vindinn.
Thegar vid komumst upp i camp 3 i 6000 metra haed var ordid ljost ad isfallid thar fyrir ofan hefdi breyst tolvert, en yfirklifursherpinn okkar - Tendup - sem hafdi klifid thad tvisvar adur var ekki buin ad na ad komast upp og fixa linu enntha. Isfallid var semsagt ordir mun brattara, ad hluta til yfirhangandi og tha var isinn verri en i thau skipti sem Tendup hafdi farid tharna upp
Daginn sem Kari og Eiki klifrudu upp i camp 3 fell auk thess stort flod i sud-vesturhlidinni vid hlidina a theim og nottina eftir hlustudu their a tvo flod falla til vidbotar. Daginn eftir komu thau Berglind og Arnar upp i camp 3 en Gunni vard eftir i camp 2 thar sem meidsl i hne voru ad taka sig upp.
Adstaedurnar fyrir ofan isfallid eru slikar ad i fyrstu tharf ad far a milli tveggja tinda og tha far upp stora, langa brekku sem visadi i somu att og su sem flodid hafdi fallid i vid hlidina a Kara og Eika. Landslagid baud thvi upp a ad vid hefdum i fyrstu verid mjog opin fyrir snjoflodahaettu og tha thurft ad fara upp brekku sem vid toldum miklar likur a ad vaeri mikil snjoflodahaetta i. Oll okkar ferdamennskuprinsipp segja okkur ad fara ekki ut i slikar atstaedur og tho ad thad hefdi verid sannarlega freistandi ad reyna ad taka taka sensa til ad na tindinum var longu buid ad akveda fyrirfram ad halda allri ahettu i lagmarki. Vid akvadum thvi ad gera ekki frekari tilraunir vid isfallid heldur halda aftur nidur i Base Camp - thvi midur hofdum vid ekki tima til ad bida nokkra daga og sja hvernig adstedurnar breyttust og gera adra tilraun. Til ad beata grau ofan a svart vorum vid lika ad verda matarlaus tharna a hryggnum en Himalayarefur hadi komist i matarbirgdirnar a hryggnum og etid og stolid miklu af matnum okkar.
Vonbrigdin eru audvitad gridarleg ad hafa ekki nad tindinum, takmark sem vid hofum stefnt ad i marga manudi. Fjallid er samt enntha tharna, og vid erum enntha herna....
Enn og aftur, takk fyrir kvedjurnar - Skuli flutti okkur thaer reglulega i simtolunum okkar heim. Vid naum ekki ad setja inn myndir a bloggid akkurat nuna en reynum kannski aftur - fylgist med!
3 ummæli:
Gott að heyra að þið eruð hress þrátt fyrir erfiða ferð. Hlakka til að heyra ferðasöguna alla og sjá myndir. Njótið þess sem eftir er ferðar.
Kv. Unnur Ósk
Þetta hafa verið erfiðar aðstæður sem þið hafið þurft að glíma við. Ég er stolt af ykkur.
Kveðja frá
Margréti sem er að pakka!
Til hamingju bara með gríðargóðan árangur og mikið hrikalega er maður ánægður með þessa ákvörðun!!
Kv. Helgi
Skrifa ummæli