fimmtudagur, 16. október 2008

Komin í Búðir 2 ( sei sei já ;-).

Það var nokkuð hvasst og snjókoma í dag þegar komið var í búðir 2. ( 5600m) Þessi leggur frá búðum 1 yfir í búðir 2 var frekar erfiður og þá aðallega vegna veðurs. Öll eru þau mjög ánægð með daginn. Eiríkur talaði um að minniháttar kvef væri að trufla en "minniháttar". Þarna er flugmaðurinn Arnar kominn í flughæð hjá Fokker 5600m eða um 18000ft. Arnar sagði að nú væri hvíldatími og verið að koma sér vel fyrir í tjöldunum.

Time:10/16/2008 11:56:15 (Europe/Reykjavik)
http://maps.google.com/maps?f=q&hl=en&geocode=&q=30.8826,79.0519&ie=UTF8&z=12&om=1

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ,hæ!
Gaman að geta fylgst með ykkur úr fjarlægð!! Gangi ykkur vel!

Kveðja frá DK
María, Finnur og Margrét :)

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þeim - og gott að fá fréttir að nýju. Hélt kannski að síminn væri hættur að virka.
sigr.stef.

Nafnlaus sagði...

"Áfram hærra, áfram hærra; upp við skulum ná." Baráttukveðjur!
Erl.Sig. og Lappi í Stekkjartúni 20.

Nafnlaus sagði...

Flott hjá ykkur. Bíð spenntur eftir næstu frétt af ykkur. Gangi ykkur vel og takið þetta skref fyrir skref.
Kv. Bassi og Co

Nafnlaus sagði...

Gaman að fylgjast með ykkur öllum.
En eins og við frændurnir segjum:
"Áfram frændi"

Kveðja,
Halli frændi í DK.

Nafnlaus sagði...

Kannski ekki skynsamlegt ad vera mikid i budum tar sem kronan er mjog veik. Med thessum gontutur erud tid ad axla politiska abyrgd a efnahagsvanda islensku tjodarinnar. Flott hja ykkur og gangi ykkur vel.

Hlynur frændi i DK

Nafnlaus sagði...

Jæja tussur

Mér finnst tímabært að þið snúið við nú þegar fyrst þið eruð ekki ennþá búin að drullast á toppinn! Enda ekki seinna vænna ef þið ætlið að ná kaffivélinni norður á morgun því annað kvöld eru útgáfutónleikar Nýrra danskra á Græna Höfuðfatinu. Og það er almennilegt!

bangsakrúttipúttíkeðjur frá Anton sinn,,mússímúss

Nafnlaus sagði...

Vid skotuhju i Skidadal fylgjumst spennt med fraekilegri gongu ykkar. Aldrei ad vita nema madur skelli ser i samstodulabbitur i dag tar sem tid virdist vera ad nalgast lokatakmarkid.

Gott gengi, Helga og Guliver

Nafnlaus sagði...

Er toppgangan ennþá plönuð í dag? Eða hefur því verið frestað?
kv Raggi