mánudagur, 28. júlí 2008

Um Shivling (6543m)

Nafnið er dregið af Guð sem er nefndur Shiva. Það var þó lengi vel kallað “Matterhorn peak” af evrópskum ferðamönnum vegna þess hversu lík fjöllin þóttu vera. Árið 1938 fór þýskur leiðangur að Shivling til að skoða möguleika á uppgöngu. Þeir klifruðu nokkra tinda í nágrenninu en lýstu því yfir að enga greiðfæra leið væri að finna upp fjallið vegna þess hve bratt það var. Shivling var fyrst klifið í júní 1974 eftir Vestur-hrygg fjallsins. Það er sú leið sem oftast hefur verið klifin. Eftir að fjallið var fyrst klifið hefur það þótt vinsælt og krefjandi verkefni meðal klifrara. Að minnsta kosti 10 aðrar leiðir hafa verið farnar upp fjallið. Þær teljast allar mjög erfiðar og hefur hver þeirra aðeins verið farin einu sinni til tvisvar.

Engin ummæli: