mánudagur, 28. júlí 2008

Skipulag ferðar

Við skipulagningu leiðangursins njótum við mikils styrks frá indverskum vini okkar og fjallamanni Raja. Hann hefur undanfarin ár rekið litla einkarekna ferðaskrifstofu sem selur fjalla og gönguferðir um indversku Himalaya fjöllin (http://www.adventuremania.com/). Það var snillingurinn Haukur Parelius sem kom Arnari og Berglind í kynni við Raja fyrir tæpl. 2 árum og fóru þau með honum í klifurleiðangur til Sikkim í N-Indlandi vorið 2007. Það var einmitt í þeirri ferð sem hugmyndin að Shivlingleiðangrinum kviknaði. Raja mun taka þátt í leiðangrinum og verður það frumraun hans á Mt. Shivling. Hann ætlar að sjá um að ráða burðarmenn, kokk og klifursherpa auk þess sem hann aðstoðar okkur við pappírsvinnu, sækja um leyfi o.fl. Það er frábært að hafa slíkan heimamann með í för sem kann á kerfið þarna úti og talar auk þess góða ensku ;)

Engin ummæli: