sunnudagur, 28. september 2008

Staðan 27. september

Um daginn fórum við yfir stöðuna um hverju þyrfti að ganga frá áður en lagt væri í hann. Í dag er staðan þessi:

Flug -frágengið
Leyfisgjöld -frágengið
Visa -allir komnir með vegabréfsáritun til Indlans
Bólusetningar -frágengið, stungin eins og nálapúðar
Tryggingar - frágengið
Yfirvigt -frágengið - Icelandair og British Airways hafa leyft okkur ákveðna yfirvigt
Lyf og sjúkrabúnaður -frágengið
Klifurbúnaður, tjöld, svefnpokar ofl. - frágengið, allir komnir með allt sem þeir þurfa
Fatnaður - Cintamani fatnaðurinn kominn í hús

Semsagt, allt klárt -nú er bara að byrja að pakka niður!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kæru bræður og systir. Gangi ykkur endalaust vel og munið... farið varlega. Komið frekar heil heim heldur en að drepast á toppnum!

En vonandi náið þið alla leið og vonandi nær Gunni að drattast upp á eftir ykkur(annars hefur hann líka gaman að því að steikja hamborgara handa Sherpunum og ykkur).

PS. Vildi óska þess að ég væri að fara með!

Kick ass !!!!

Nafnlaus sagði...

Góða ferð öll sömul -
Eiríkur, þú verður að skila Gunnari nokkuð heilum heim því hann þarf að skipuleggja árshátíð með mér og Eilífi og hann fær ekki að hætta við "vegna meiðsla"!

túdúls,
Lára

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur alveg rosalega vel og farið varlega. Ykkur tekst þetta :)
Gunnar er vafamál, en þið finnið einhver not fyrir hann.

kveðjur

Elín

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur vel!

Kv,
Steppo

Nafnlaus sagði...

Þið massið þetta !!

Gangi ykkur rosalega vel og njótið Indlands - ekki gleyma svo að fá ykkur nokkra tsjæ og tali tegar tid komið niður :)

Kv Sigfríð

Nafnlaus sagði...

Góða ferð og góða skemmtun. Þið eigið áreiðanlega eftir að taka þetta fjall í nefið!

Nafnlaus sagði...

Ekki til efakorn um að allir fari þarna upp, gangi ykkur vel og farið varlega :) Kveðja úr Hrísalundinum, Helgi, Valdís og Birkir KÁRI