mánudagur, 28. júlí 2008

Leiðin

Við hyggjumst klifra Vestur-hrygg Mt. Shivling. Leiðin hefur fengið alpa gráðuna D (difficult). Gangan að fjallinu hefst frá þorpinu Gangotri eftir pílagrímaslóðum fram hjá upptökum Ganges þar sem áin kemur undan Gangotri jöklinum. Leiðin liggur síðan yfir Gangotri jökulinn áleiðis að rótum Mt. Shivling. Grunnbúðir verða reistar í u.þ.b. 4400m hæð. Frá grunnbúðum er gengið upp stórgrýtta skriðu upp í 5100m hæð þar sem búðir 1 verða settar upp. Þaðan liggur leiðin eftir hryggnum í klettum, snjó og ís. Hluti leiðarinnar verður “fixaður” með línum. Búðir 2 og 3 verða reistar í 5600m og 6000m hæð. Rétt ofan við þriðju búðir er u.þ.b. 100m hátt ísfall sem verður klifið á toppadegi en þar verða línur einnig fixaðar. Eftir ísfallið tekur við brött snjóbrekka upp á topp og reiknum við með að nota hlaupandi tryggingar þar.

Engin ummæli: