þriðjudagur, 30. september 2008

Lagt af stað

Nú eru Kári, Eiríkur og Gunnar að fara af stað til Reykjavíkur en flogið veður út kl 07:00 í fyrramálið 1.okt. 2008

sunnudagur, 28. september 2008

Staðan 27. september

Um daginn fórum við yfir stöðuna um hverju þyrfti að ganga frá áður en lagt væri í hann. Í dag er staðan þessi:

Flug -frágengið
Leyfisgjöld -frágengið
Visa -allir komnir með vegabréfsáritun til Indlans
Bólusetningar -frágengið, stungin eins og nálapúðar
Tryggingar - frágengið
Yfirvigt -frágengið - Icelandair og British Airways hafa leyft okkur ákveðna yfirvigt
Lyf og sjúkrabúnaður -frágengið
Klifurbúnaður, tjöld, svefnpokar ofl. - frágengið, allir komnir með allt sem þeir þurfa
Fatnaður - Cintamani fatnaðurinn kominn í hús

Semsagt, allt klárt -nú er bara að byrja að pakka niður!

föstudagur, 26. september 2008

Cintamani fatnaðurinn kominn í hús


Hópurinn verður vel klæddur í útivistarfatnaði frá Cintamani. 


mánudagur, 22. september 2008

Lyf og sjúkravörur

Þá er búið að græja lyfjamálin, "mini apótek" með í för. Lyfjaval gaf okkur góðan afslátt. Einnig búið að redda saumasetti og tilheyrandi sjúkravörum. Við eigum eftir að birgja okkur upp af hreinsitöflum fyrir vatn sem og mosquito-sprayi og planið að græja það í London á leiðinni út.

Nokkrar myndir







Hér að ofan eru nokkrar myndir frá leiðangri á Shivling 2007. Leiðangurinn fór vesturhrygginn á fjallinu - sömu leið og íslenski leiðangurinn ætlar.

Mynd 1: Grunnbúðir, Shivling í baksýn
Mynd 2: Klifur, á leið í aðrar búðir
Mynd 3: Vesturhryggurinn, ísfallið og tindurinn
Mynd 4: Þriðju búðir - "Summit camp"
Mynd 5: Við rætur ísfallsins
Mynd 6: Á leið á tindinn

Fleiri myndir má sjá á http://picasaweb.google.com/rajsekhar.maity/MtShivlingExpeditionAugSep2007#

Ferðaplan

1. okt Flug: Keflavík - London - Delhi
2-3. okt Delhi - undirbúningur - "briefing" í IMF
4. okt Ekið frá Delhi til Haridwar
5. okt Ekið il Uttarkashi
6. okt Ekið til Gangotri
7. okt Gengið til Bhujbas
8. okt Gengið frá Bhujbas að Tapovan - Grunnbúðir settar upp (4500 m.y.s)
9. okt Hvíldardagur og aðlögun í grunnbúðum
10. okt Farið upp í fyrstu búðir (5100 m.y.s), sofið í grunnbúðum
11. okt Farið upp í fyrstu búðir og sofið þar.
12. okt Farið upp í aðrar búðir (5600 m.y.s) og aftur niður í grunnbúðir, sofið þar
13. okt Hvíldardagur í grunnbúðum
14. okt Farið upp í fyrstu búðir, sofið þar
15. okt Farið upp í aðrar búðir, sofið þar
16. okt Farið upp í þriðju búðir (6100 m.y.s) - sofið og gert út þaðan
17. okt Fyrsta atlaga á tindinn
18. okt Önnur atlaga á tindinn
19. okt Þriðja atlaga á tindinn
20. okt Niður í fyrstu búðir
21. okt Niður í grunnbúðir
22. okt Hvíld og tiltekt í grunnbúðum
23. okt Gengið til Gangotri
24. okt Ekið til Uttarkashi
25. okt Ekið til Rishikesh/Dehradun
26. okt Ekið til Delhi
27. okt Delhi - "de-briefing" í IMF
28. okt Lok leiðangursins

laugardagur, 6. september 2008

Björgunarsveitin Súlur styrkir leiðangurinn

Allir meðlimir Shivling-leiðangursins eru félagar í Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri og hefur sveitin styrkt leiðangurinn rausnarlega.
Fimmtudaginn 25. september kl. 20:00 verður haldinn kynningarfundur í hjálparsveitarhúsinu Hjalteyrargötu 12 fyrir fólk sem hefur áhuga á að ganga til liðs við sveitina og gerast björgunarsveitarmenn. Þar verður nánar farið yfir starf sveitarinnar, þau námskeið sem nýliðar taka auk þess sem húsnæði og búnaður sveitarinnar verður skoðaður