mánudagur, 25. ágúst 2008

Gervihnattasími

Síminn hefur ákveðið að styrkja leiðangurinn og mun lána okkur gervihnattasíma. Við þökkum Símanum kærlega fyrir enda er um að ræða mikilvægt öryggistæki. 

Æfingaferðir

Hópurinn hefur reynt að nýta hvert tækifæri til fjallaferða sl. mánuði. Klettaklifur og fjallgöngur hafa verið mikið stundaðar í sumar svo ekki sé talað um ófáar ferðir á Súlur!  Myndir frá hinum og þessum ferðum er hægt að skoða á myndasíðu okkar: 

mánudagur, 11. ágúst 2008

Hraundrangi


Hluti hópsins fór ásamt nokkrum góðum vinum á Hraundranga í gær. Þetta var frábær ferð á þennan tignarlega tind. Fengum glæsilegt útsýni af toppnum.

fimmtudagur, 7. ágúst 2008

Spottaæfing

Við héldum spottaæfingu í munkanum í gærkvöld. Rifjuðum upp mism. júmm aðferðir, sigum yfir hnúta ofl. skemmtilegt.